Svona kaupir þú miða: 

1) Smelltu á kaupa miða hér að ofan

2) Stofnaðu nýjan aðgang hér á síðunni. Settu inn kennitölu miðahafa.

3) Settu inn netfangið þitt - passaðu að það sé rétt innslegið! Þú færð póst sem þarf að samþykkja.

4) Veldu nýtt lykilorð - passaðu að muna það því þú getur alltaf skráð þig aftur inn!

5) Nú velur þú að kaupa miða. Þú bætir miða í körfuna þína, ásamt póstsendingu ef þú vilt fá miðann sendan heim í pósti! Valmöguleiki um að kaupa rútu birtist einungis ef rúta gengur í póstnúmerið þitt. 

6) Greiddu fyrir miðann. 

7) Skráðu þig aftur inn og bættu við upplýsingum um forráðamann ef þú varst ekki búin/n að því. Forráðamaður fær póst með frekari upplýsingum.

8) Sjáumst á Sumargleðinni 2020!

Færðu ekki póstinn? Vegna mjög mikils álags í augnablikinu gæti hann borist eftir nokkrar mínútur! Einnig er gott að athuga ruslhólfið.


Vegna þeirra fjöldatakmarkanna sem nú eru í gildi verður takmörkun á miðum fyrir ungmenni fædd árið 2004, en þær takmarkanir gilda ekki fyrir ungmenni sem fædd eru 2005, 2006 og 2007.

Aðrar upplýsingar:

Aðgangur á hátíðina er armband. Þú þarft að passa að vera með það á þér þegar að þú mætir! Þegar að þú kaupir miðann þarftu að velja um það hvort þú viljir fá armbandið sent heim til þín í pósti, eða hvort þú komir og sækir það á auglýstum tímum.


Ef armband glatast biðjum við viðkomandi að hafa samband eins fljótt og auðið er með því að senda okkur tölvupóst á sumargledi@sumargledi.is. Hvert armband hefur sitt eigið númer sem tengt er gagnagrunni Sumargleðinnar. Þannig getum við nálgast upplýsingar um viðkomandi ef eitthvað kemur upp á. Þessum upplýsingum er eytt að loknum viðburði og hafa einungis ábyrgðaraðilar hátíðarinnar ásamt lögreglu aðgang að þessum upplýsingum ef þær vantar.


ATH.: Armbandið sem þú kaupir er skráð á þig og því er ekki hægt að selja það áfram.


Mikilvægt er að þú sért með það á þér alla hátíðina. Ef eitthvað kemur upp á viljum við getað hjálpað þér eins hratt og örugglega og hægt er og því er mikilvægi þess mikið. Þegar komið er á hátíðina er armbandið skannað áður en þú kemur að inngangi. Þetta tryggir hratt og öruggt flæði inn í húsið og raðir eiga ekki að myndast.


Smelltu hér til að sjá hvernig þú nálgast armbandið þitt eftir miðakaup.