Reglur Sumargleðinnar 2020:

Aðeins þeir sem eru með skráðann miða komast inn á viðburðinn. Foreldri/forráðamaður skal vera búinn að samþykkja hann rafrænt.

Það er með öllu óheimilt að neita áfengis, tóbaks eða annara vímuefna á hátíðinni (gildir bæði á innisvæði sem og útisvæði). Verði það gert verður tafarlaust haft samband við foreldri/forráðamann.

Allir miðahafar skulu bera armband sem þeir fá eftir miðakaup. á því er númer með mikilvægum upplýsingum um miðahafann frá skráningu miðans. Lögregla, öryggisgæsla og viðburðastjórnendur eru einu aðilar sem geta nálgast þessar upplýsingar.

Komi eitthvað upp á hefur lögregla, öryggisgæsla eða viðburðastjórnendur leyfi til að skoða þessar upplýsingar, skv. skilmálum við miðakaup.

Leitað er á öllum ungmennum við komu á viðburðinn. Gæsluliðar af báðum kynjum sjá um það.

Ef grunur leikur á að ungmenni sé undir áhrifum, verður tafarlaust haft samband við forráðamann.

Við komu er öllum miðahöfum gert grein fyrir helstu stöðum í húsinu. Starfsmenn af mismunandi tagi, forvarnarfulltrúa, slysaherbergi og annað slíkt.

Aðeins nemendur grunnskólum í 8-10 bekk geta sótt hátíðina (árgangur 05', 06’ og 07').

Dyrnar á húsinu lokast klukkan 20:30. Eftir það kemst enginn inn né út fyrr en að loknum viðburði klukkan 23:15, nema foreldri komi að sækja viðkomandi eða hafi samband við skipuleggjendur hátíðarinnar. (Þeir sem sækja hátíðina geta einnig beðið gæslumenn að hafa samband við foreldra sína). (ATH: undantekning er á þessari reglu ef ungmenni er að koma af íþróttaæfingu eða öðrum tómstundarviðburði, en við biðjum foreldra þeirra að láta sérstaklega vita af því.)

Allir starfsmenn skulu koma fram við ungmenni af virðingu, jákvæðni og með það hugafar að stuðla að eins góðri upplifun fyrir ungmenni og kostur er.

Foreldri sem hyggst sækja barnið sitt verður að geta gert grein fyrir sér. Foreldrar hafa sér inngang sem þeir koma inn um.

Foreldrar fá frítt á hátíðina, en verða að vera búnir að skrá sig sem forráðamaður miðahafa og vera í fylgd öryggisgæslumanna fara þeir á svæði ungmenna.

Aðeins aðilar skráðir í starfsmannaskrá Sumargleðinnar skulu vera á svæðinu. Að öðru leyti er öllum óheimilaður aðgangur. Þeir starfsmenn skulu bera starfsmannaskírteini.

Það skal að minnsta kosti vera einn öryggisgæsluliði á hver tuttugu og fimm ungmenni.

Útsvæði er vaktað í klst. eftir að viðburði lýkur, af öryggisgæslu sem og lögreglu og tryggja að allir komi sér heim örugglega.

Klæðaburður skal vera skynsamlegur. Engar fastar reglur gilda en við hvetjum fólk til þess að klæða sig skynsamlega.

Allir starfsmenn skulu vera áberandi merktir og lita kóðaðir, bæði fyrir aðra starfsmenn að þekkja sem og ungmenni.

Félagsmiðstöðvarstarfsmenn sem koma á viðburðinn skulu vera merktir þeirra félagsmiðstöð.

Allir eru jafnir á Sumargleðinni og skulu ungmenni virða mörk annarra. Allar reglur gilda jafnt um gesti, meðlimi hljómsveita og aðra starfsmenn viðburðarins.

Hafir þú spurningu varðandi einhvað af þessum atriðum? Eða um einhvað sem ekki er tekið hér fram? Ekki hika við að hafa samband!

Við vonum að allir geti skemmt sér og öðrum án allra vandræða. Við hlökkum til þess að sjá ykkur. Góða skemmtun!

 Skilmálar sem samþykktir eru við miðakaup:

Forráðamaður samþykkir að ungmenni sitt megi mæta á Sumargleðina 2020.

Forráðamaður vottar að allar persónuupplýsingar um miðahafa séu réttar. Ekki er hægt að breyta persónuupplýsingum eftir staðfestingu miðans.

Miðar verða sendir í pósti um miðjan maí og eiga að berast örfárra daga eftir sendingu. Ef ekki var valið póstsendingu, skal forráðamaður kynna sér stað- og tímasetningar armbandaafhendingu. Nánar um það á heimasíðu Sumargleðinnar.

Hátíðin er með öllu áfengis-, tóbaks- og vímuefnalaus, þar með talið rafrettur. Ef grunur leikur á um ölvun einstaklings, samþykkir forráðamaður að öryggisgæsla megi láta viðkomandi blása í áfengismæli í viðeigandi rými. Í öllum slíkum tilvikum skal hafa tafarlaust samband við forráðamann.

Ungmenni koma sér til og frá Kaplakrika sjálf, nema rúta sé í boði frá viðkomandi bæjarfélagi. Forráðamaður skal því tryggja að ungmenni komi sér örugglega til og frá Kaplakrika.

Ungmenni skulu fara eftir reglum Sumargleðinnar sem finna má á heimasíðu hennar. Forráðamenn skulu kynna sér þær reglur og tryggja að ungmenni fari eftir þeim.

Ungmenni skulu virða mörk annarra ungmenna sem sækja hátíðina. Forráðamenn skulu fara yfir með sínum ungmennum hvar mörkin liggja og bendum við sérstaklega á heimasíðu Stígamóta, 
www.sjukast.is.

Aðstandendur viðburðar og Sumargleðinnar taka enga ábyrgð á einkamunum eiganda miða á meðan viðburði stendur, nema keypt sé slík þjónusta (sbr. fatahengi).

Á þessum viðburði verða teknar myndir sem geta verið notaðar í markaðsskyni. Ef efni er gefið út sem viðkomandi vill ekki að sé á veraldarvefnum, skal hafa samband við forsvarsmenn Sumargleðinnar um eyðingu þess efnis.

Seljandi miða eða aðstandendur viðburðar taka ekki á sig aukna ábyrgð en leiðir af lögum s.s. vegna meiðsla og annars tjóns sem kaupandi verður fyrir á viðburði.

Ekki er tekin ábyrgð á ef að viðburður fellur niður vegna óviðráðanlegra orsaka eins og t.d náttúruhamfara, óveðurs eða ófærðar.

Eftir að þú hefur keypt miða á www.sumargledi.is, í gegnum veraldarvefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum hjá Sumargleðinni, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður sá sem keyptur er miði á er haldinn innan 14 daga frá miðakaupum átt þú hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta miðanum fyrir annan viðburð, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema í þeim tilvikum er viðburður fellur niður.

Miðahafar mega ekki selja né gefa þennan miða áfram þar sem upplýsingar á honum eru tengdar við miðahafa.

Ef keyptur miði er áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan en aðila sem tengist viðburði beint, áskilur Sumargleðin sér rétt til þess að ógilda miðann og neita handhafa inngöngu á viðburð.

Aðstandendur viðburðar taka ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða. Ef upp kemst um afritaða eða falsaða miða gæti ábyrgðarmaður viðburðar neitað öllum handhöfum miða inngangi á viðburð og krafist borgunar fyrir alla afritaða eða falsaða miða frá upprunalegum kaupanda.

Ég veiti Sumargleðinni leyfi til að geyma persónurekjanlegar upplýsingar um miðakaupin mín út júní ár hvert. Upplýsingar þessar verða ekki afhentar þriðja aðila. Sumargleðin geymir ekki kreditkorta upplýsingar sem gefnar eru við kaup á miðum, greiðslur fara í gegnum öruggt vefsvæði Borgunar.

Sumargleðin leggur ríka áherslu á öryggi og trúnað þegar um er að ræða upplýsingar sem snerta einstaklinga í viðskiptum við fyrirtækið og brýnir fyrir starfsmönnum að halda þann trúnað. Brot á trúnaðarskyldu varðar áminningu og/eða uppsögn. Meðferð persónuupplýsinga Sumargleðinnar er í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

RVK events ehf. (kt. 550414-0580) er söluaðili Sumargleðinnar og ábyrgðaraðili hennar.