Tilkynning vegna Covid-19


Okkur þykir það leitt að tilkynna það að Sumargleðin 2020 getur ekki farið fram á næstu dögum eins og áætlað var. Sumargleðin 2020 var endurskipulögð eftir að góður árangur hafði náðst í samfélaginu um baráttuna við Covid-19 faraldurinn og var 21. ágúst talin góð dagsetning, og síðar var 25. september talin góð dagsetning. Nú hefur annað komið á daginn og ljóst að mikil hætta er á hópsmiti á jafn fjölmennum viðburði og Sumargleðin er.

Veiran var talin áhættuminni fyrir ungmenni var því talið að Sumargleðin gæti farið eðlilega fram. Því miður hefur ástandið breyst. Öryggi ykkar, okkar starfsmanna og allra sem koma að Sumargleðinni er okkur efst í huga og hefur því verið tekin ákvörðun um að fresta Sumargleðinni 2020.


Eftir ráðfæringu við almannavarnir, heilbrigðisráðuneyti og aðra eftirlitsaðila hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta Sumargleðinni til júní mánaðar 2021. Ný dagsetning er 10.júní 2021. Sama, ef ekki stærri og betri dagskrá verður í boði, í Kaplakrika og skipulag með svipuðu sniði. Þessi dagsetning er þó með þeim fyrirvara að ástand versni ekki í samfélaginu – sem við vissulega vonum að gerist ekki.


Allir þeir sem hafa keypt miða á Sumargleðina 2020 þurfa ekki að hafa áhyggjur, þar sem miðinn gildir á nýja dagsetningu. Armbönd sem hafa verið póstlögð gilda og önnur armbönd verða póstlögð á vormánuðum 2021. Viljir þú endurgreitt getur þú sent okkur tölvupóst þess efnis á endurgreidsla@sumargledi.is og fulltrúi frá okkur hefur samband við þig við fyrsta tækifæri. Allar endurgreiðslur fara fram næstu mánaðarmót eftir að fyrirspurn hefur borist.


Takk kærlega fyrir.
Vetrarkveðjur, stjórn Sumargleðinnar 2020.


Öryggið þitt skiptir okkur öllu máli!

Sumargleðin skal framfylgja öllum þeim tilmælum og ákvæðum sem henni hefur verið settar vegna þess ástands sem nú varir yfir. Sumargleðin gætir að allir gestir, starfsfólk og aðrir aðstaðendur fái bestu mögulegu aðstöðu vegna þessara þegar að hátíðin verður haldin. Allir þeir sem vilja halda fjarlægð geta það og mun hátíðin gera ráðstafanir í öllum þeim samkomurýmum sem eru til staðar. Gestir munu ávallt eiga kost á að leita í sótthreinsibúnað hvar sem þeir eru staddir í húsnæðinu.

Allir starfsmenn og aðrir aðstaðendur hátíðarinnar verða kynntir fyrir þeim ráðstöfunum sem í gildi verða, hvaða úrræði eru í boði og hvaða viðbragðsáætlun er í gildi. Gestir geta ávallt leitað til næsta starfsmanns vegna þessa málefna og leitað sér upplýsinga.