Almennar upplýsingar um Sumargleðina 2020.
Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk (2005 - 2007).
Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er
haldin nú í sjöunda sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur
verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í
Hafnarfirði, og er þar engin breyting á. Skipulagt, nýlegt og stórt húsnæði
gerir Kaplakrikann að frábæru samkomuhúsi fyrir mikinn fjölda. Öll árin hefur
hátíðin gengið afar vel, án slysa og án allra vandræða. Sumargleðin hefur
jafnan fengið frábær viðbrögð ungmenna, listamanna og utanaðkomandi aðila og
því hefur hún fest sig sem árlegur liður sem markar upphaf sumarsins.
Markmið skipuleggjenda Sumargleðinnar er að veita ungmennum
stórtónleika, líkt og þá sem sjást erlendis þar sem ljósabúnaður og
hljóðbúnaður er meiri en sést hefur á flest öllum sambærilegum viðburðum
hérlendis. Góð leið til að hefja sumarið og safna saman ungmennum undir öruggt
þak.
Hvar og hvenær er Sumargleðin 2020?
25. september 2020.
Íþróttahús Fimleikafélags Hafnarfjarðar, Kaplakriki, 220 HFJ.
Viðburður hefst stundvíslega klukkan 18:00 og lýkur klukkan 23:15.
Hætt er að hleypa inn í húsið eftir klukkan 20:30.
Aðrar upplýsingar má finna hér á vefsíðunni.
Á Sumargleðinni koma ávallt fram landsþekktir tónlistarmenn.
Nú í ár koma fram:
Herra Hnetusmjör
Páll Óskar
Bríet
Floni
Dóra Júlía
Ingi Bauer
Séra Bjössi
Luigi
ClubDub
Og fleiri
Um miðasölu-ferlið
Miða er hægt að nálgast hér á vefsíðunni www.sumargledi.is. Almenn sala
hefst 10. júlí. Miðaverð í almennri sölu er 4.490 krónur. Takmarkað magn miða
er í boði.
Miðasölukerfið felur í sér smá ferli til þess að virkja forráðamenn og
auka öryggi sölunnar. Á forsíðunni má finna hlekk til þess að skrá sig inn sem
notanda á síðuna. Í framhaldinu er hægt að hefja kaup á miða og eru slegnar inn
upplýsingar um miðahafa og forráðamann. Gengið er frá greiðslu og frekari
upplýsingar birtast þér. Forráðamenn þurfa að staðfesta miðakaupin og er það
gert með rafrænum skilríkjum inn á þeirra heimasvæði.
Öryggið í fyrirrúmi.
Gæslufyrirtækið Upp&Niður annast gæslu viðburðarins. Upp&Niður
var fengið í verkið vegna góðra umsagna lögreglu og annara aðila sem koma að
gæslu. Fyrirtækið er með mikla reynslu í viðburðum ungmenna þar sem allir
gæslumenn á þeirra vegum hafa annast þjálfun í aðstæðum sem upp á gætu komið
hjá slíkum aldurshóp. Það mun vera einn gæslumaður á hver tuttugu og fimm
ungmenni sem sækja viðburðinn, en það er langt fyrir ofan umbeðið magn
lögreglu. Þetta er í samræmi við gæslu hjá samtökum félagsmiðstöðva sem og
fleiri samtökum sem koma að þessum aldurshóp. Að auki þeirra má finna undanfara
björgunarsveita, sjúkraliða, eldvarnarfulltrúa ásamt forvarnarfulltrúa á
svæðinu ef einhvað kemur upp á. Einnig má nefna það að lögreglan er á svæðinu,
og fylgist með húsnæðinu á meðan viðburði stendur yfir. Vegna mikillar
fjölgunar í fyrra hefur einnig verið ákveðið að vera með lækni í húsinu á meðan
viðburður stendur yfir.
Leyfi fyrir viðburðinum gefur sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Áður en leyfið var
veitt var nauðsynlegt að fá góðar umsagnir frá opinberum stofnunum og öðrum
aðilum sem sýslumaður sendir á. Þar má nefna Hafnarfjarðarbæ sjálfan,
barnaverndarnefnd, heilbrigðiseftirlit og fleiri aðila. Viðburðurinn hefur
verið unninn vel í samráði með fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar sem og öðrum
fulltrúum. Þar að auki kynnti framkvæmdastjóri samtaka félagsmiðstöðva sér
viðburðinn á fyrri árum og kynnti sér aðstæður, sem gaf hátíðinni afar góð
viðbrögð og ummæli. Nú á síðustu árum hafa einstakir starfsmenn félagsmiðstöðva
annarra bæjarfélaga sótt viðburðinn til að gefa ummæli, sem almennt hafa verið
mjög jákvæð. Stefnt er að endurkomu margra slíkra aðila á hátíðina í ár þar sem
hátíðarhöldurum þykir mikilvægt að taka verklag slíkra stofnanna til
fyrirmyndar og fá ráðleggingar frá þeim, því gott má alltaf bæta. Okkur þykir
afar mikilvægt að upplýsingaflæði sé gott til félagsmiðstöðva og annarra
bæjarfélaga. Bæjarfélögin standa ekki að hátíðinni en hafa hátíðarhaldarar hafa
ráðfært sig við þau varðandi framkvæmd hennar.
Annað varðandi öryggi:
Enginn skal hafa aðgang að húsinu á meðan viðburði stendur yfir. Allir
starfsmenn skulu vera vel merktir, og skráðir inn í starfsmannakerfi
Sumargleðinnar. Foreldrar og forráðamenn sem vilja koma að hátíðinni, þurfa að
vera búnir að skrá sig sem foreldri eða forráðamaður þegar miðahafi staðfestir
miðann sinn. Við komu þarf viðkomandi að geta gert grein fyrir sér sem og sínu
barni áður en honum er hleypt inn. Sér aðstaða er fyrir foreldra á svæðinu, en
vilja foreldrar kíkja á svæði ungmenna, skal það vera í fylgd gæslumanna. Það
sama gildir um starfsmenn félagsmiðstöðva sem verða á svæðinu. Þeir eiga að
vera búnir að láta vita af komu sinni fyrir viðburð og vera vel merktir á meðan
viðburði stendur.
Foreldrar og forráðamenn skulu samþykkja miðakaup
Allir miðahafar skulu hafa samþykki foreldra/forráðarmans til að sækja
hátíðina. Staðfest er miðann með því að notast við rafræn skilríki hér á
síðunni, inn á heimasvæði forráðamanna. Við viljum hvetja alla þá foreldra sem
vilja kynna sér hátíðina nánar, til þess að hafa samband við okkur. Það má bæði
gera í gegnum tölvupóst eða í síma. Einnig geta foreldrar haft samband við
forvarnarfulltrúa Hafnarfjarðar, Geir Bjarnason, sem hefur gefið hátíðinni afar
góða umsögn í gegnum árin. Hann getur einnig bent á fleiri opinbera aðila sem
hafa komið að hátíðinni fyrir þá sem vilja hafa samband.
Foreldrar geta komið frítt á viðburðinn. Sér inngangur er fyrir foreldra og
forráðamenn, að Sjónarhóli, en sá inngangur er fyrsti inngangurinn sem komið er
að frá aðal bílastæði hússins. Foreldrar og forráðamenn hafa þar aðstöðu, þar
sem ballið er sjónvarpað á skjá og heitt verður á könnunni. Til þess að
foreldri fái aðgang að viðburðinum þarf hann að vera skráður eftir staðfestingu
miðahafa, sem foreldri miðahafans. Hann skal geta gert greint fyrir sér með framvísun
skilríkis sem og upplýsingar um sitt barn. Vilji foreldri komast á svæði
ungmenna, skal það vera í fylgd gæsluliða.
Engar rútur ganga innan Höfuðborgarsvæðisins: Engar rútur ganga að né frá
viðburðinum á Höfuðborgarsvæðinu. Við hvetjum því foreldra til þess
að fylgja sínu barni á viðburinn, eða að vinahópar hópi sig saman í bíla
hjá foreldri einhvers í hópnum. Vegna mikillar aðsóknar síðustu ára eru
rútur í boði frá nærliggjandi bæjarfélögum. Ungmenni skrá sig í þær þegar
miði er keyptur á vefsíðu hátíðarinnar. Nánar tiltekið fara rúturnar frá
Selfossi, Hveragerði, Akranesi, Borgarfirði og Reykjanesbæ ásamt stoppum á þeim
stöðum sem eru á leið rútanna í bæinn.
Sumargleðin er með öllu áfengis og vímuefnalaus viðburður.
Sumargleðin er með öllu áfengis- og vímuefnalaus viðburður.
Sumargleðinni á að standa fyrir jákvæðri skemmtun og upphafi sumarsins, og
leggjum við mikla áherslu á að ungmenni vita það fyrir komu. Forvarnarfulltrúi
er á staðnum og ef slík mál koma upp, og eru faglærðir einstaklingar sem sinna
þeim málum.
Markmið Sumargleðinnar er að fá ungmenni til þess að safnast saman undir öruggi
þaki og skemmta sér vel saman. Við hvetjum þig eindregið til þess að koma til
okkar og njóta tónleikanna sem verða þeir stærstu hingað til.
Viltu vita meira, ekki hika við að hafa samband!
Hægt er að hafa samband við skipuleggjendur hátíðarinnar með því að fara á
vefsíðu Sumargleðinnar. Einnig er hægt að hringja í upplýsinga síma
viðburðarins, 666-6997, eða senda tölvupóst á netfangið
sumargledi@sumargledi.is. Við hvetjum foreldra, forráðamenn og aðra
eindregið til að hafa samband ef það vakna spurningar um viðburðinn, ef
þær má ekki finna hér á vefsíðunni.